Ný heimasíða komin í loftið
Síðust vikur höfum við á Smiðjuloftinu legið undir feldi og uppfært heimasíðuna okkar. Við höfum kvatt húsnæðið okkar á Smiðjuvöllum og ætlum því að vera á faraldsfæti og koma með uppátækin okkar til ykkar, og við vonum að þið takið vel á móti okkur.
Climbing Iceland mun bjóða upp á æðislegar klifurferðir í allt sumar og vonum við að þær verði jafn vinsælar og síðasta sumar. Ferðirnar henta vel fyrir litla hópa eða fjölskyldur sem vilja skoða Ísland frá öðru sjónarhorni.
Slackline Iceland verður með línur fyrir alla að ganga á, því allir þurfa eitthvað til að ganga á…
Við verður með hljóðfærin til taks og alltaf tilbúin í tónlistarflutning og tónlistarnámskeið fyrir allan aldur.
Hafið því endilega samband ef ykkur vantar krydd í tilveruna og langar að gera eitthvað skemmtilegt í sumar.
Kær kveðja,
Valgerður, Doddy og Sylvía