Línuklifurnámskeið og klifur fyrir fullorðna og ungmenni.

Línuklifurnámskeið og klifur fyrir fullorðna og ungmenni.

Framunand á Smiðjuloftinu eru tvö klifurnámskeið fyrir ungmenni og fullorðna.

 

Klifuræfingar fyrir ungmenni og fullorðna (16 +)

6. sept – 21. okt.

Á námskeiðinu er kennd grjótglíma (e. bouldering) og æfingar fyrir inniklifur.

Hvar: Smiðjuloftið – afþreyingarsetur á Akranesi

Hvenær: Þriðjudagur 19.00-20.30, fimmtudagur 19.00-20.30 og sunnudaga 14.00-16.00*

*eigin æfing – aðgangur að klifursal

Verð: 24.990 – Skráning hjá smidjuloftid@gmail.com, Facebook eða s: 623 9293

Innifalið í námskeiðisgjaldi: Allur búnaður + Skóleiga + Kalk frá RedPoint

Ath: Lágmarksfjöldi er fimm þátttakendur – hámarksfjöldi átta þátttakendur

 

Leiðsluklifurnámskeið

Námsk. I: 24-25. sept

Námsk. II: 31. sept-1. ágúst

Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriðin í ofanvaðsklifri og leiðsluklifri, og farið verður ítarlega í hvernig á að klifra og tryggja í leiðsluklifri. Námskeiði lýkur með leiðsluklifurprófi frá Klifursambandi Íslands, sem veitir aðgang að helstu línuklifurveggjum innandyra á Íslandi.

Námskeið I: 24-25.ágúst 19.00-21.00

Námskeið II: 31. ágúst-1. sept. 19.00-21.00

Verð: 9.900- allur búnaður innifalinn + leiðsluklifurprófgjald KÍ.

Skráning og nánari upplýsingar hjá smidjuloftid@gmail.com eða 623-9293

 

Smiðjuloftið