Tónlistaruppákomur og viðburðir

Við bjóðum upp á tónlistarflutning við ýmis tækifæri. Áratuga reynsla af því að setja saman skemmtilega dagskrá fyrir allskonar tilefni, t.d. stórafmæli, móttökur, fjölskyldu- og vinahittinga, brúðkaup, skírnir og margt fleira. Við getum séð um samsöng fyrir hópinn, erum með allskyns lög á takteinunum fyrir allan aldur, börn og fullorðna.

Hafðu endilega samband ef þig langar að gera eitthvað extra skemmtilegt fyrir gestina þína.

Hafið samband
Tónlistaruppákomur og viðburðir

Námskeið fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum

Valgerður býður upp á stórskemmtileg námskeið fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum.

Á námskeiðunum kennir Valgerður sönglög og tónlist sem hún hefur samið gegnum árin og notað í kennslu í með grunn- og leikskólabörnum. Námskeiðin innihalda skemmtilega blöndu af söng, dansi, tónlistarleikjum og hljóðfæraleik.

Innifalin eru tvö eintök af bókinni “Tónar á ferð-söngbók” sem inniheldur sönglög Valgerðar.

Hafið samband
Námskeið fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum

Travel Tunes Iceland

Travel Tunes Iceland

We are very excited to introduce our wonderful music program where we invite you to listen to and learn about some of the most beautiful and haunting Icelandic folk songs. We can offer you our program, short or the long version in unique locations in Akranes. We can also meet up with groups in other locations, out in nature or inside where your group prefers.

Vorið 2016 byrjuðum við hjónin, ásamt Sylvíu dóttur okkar, að taka á móti hópum innlendra sem erlendra ferðamanna og kynna fyrir þeim úrval af íslenskum þjóðlögum. Við höfum tekið á móti fjölda hópa og undantekningarlaust eru gestir hugfangnir af tónlistinni og sögunum sem tengjast henni. Við erum í samstarfi við Byggðasafnið að Görðum og Akranesvita og tökum gjarnan á móti hópum þar. Einnig getum við hitt hópinn þar sem ykkur hentar, t.d. úti í náttúrunni eða í heimahúsi.

Contact / Hafið samband
Travel Tunes Iceland

Tónlistarstundir með Valgerði

Notalegar samverustundir fyrir börn á ýmsum aldri með foreldrum.
Við syngjum, dönsum, förum í leiki og spilum á hljóðfæri. Í lokin er frjáls tími þar sem hægt er að fá að prófa ýmis hljóðfæri og syngja í hljóðnema.
Hægt er að panta tónlistarstundirnar fyrir t.d. leikskólahópa, vinahópa, bókasöfn, tónlistarskóla og aðra sem langar að eiga saman góða stund með tónlist, söng og dansi.

Valgerður heldur einnig “popp’upp” tónlistarstundir hér og þar, fylgist með fréttum í fréttahorninu eða á facebook-síðunni okkar.
Valgerður er tónmenntakennari með áralanga reynslu af vinnu með börnum á ýmsum aldri. Hún hefur haldið fjölmargar tónlistarstundir á síðustu árum á Smiðjuloftinu, Sönghátíð í Hafnarborg og fleiri hátíðum.

Tónlistarstundir með Valgerði