Afmæli

Afmæli á Smiðjuloftinu
Á Smiðjuloftinu er frábær aðstaða til að halda barnaafmæli. Á neðri hæðinni getur hópurinn skemmt sér í klifursalnum, spreytt sig á veggjunum, hlaupið, hoppað og dansað. Á efri hæðinni er langborð og stólar, eldhúskrókur með diskum, glösum og skeiðum fyrir allt að 25 börn.
Verð fyrir afmæli
12.000 krónur + 500 krónur fyrir hvern gest í allt að 90 mínútur (+ 15 mínútur fyrir og eftir veisluna.) Innifalið er afnot af húsnæði, diskar, glös og skeiðar + uppvask.


Afmælispakki Smiðjuloftsins
Í afmælispakka Smiðjuloftsins má finna ýmsar skemmtilegar gjafir sem hægt er að bæta við afmælisveisluna. Hér er hægt að velja á milli þess að fara með afmælisbarnið og gesti þess í línuklifur á stóra línuveggnum okkar, renna sér á Zip-línu, síga í öryggislínu eða syngja í Karókí
-
- Línuklifur: 10.000kr
- Zip-lína / sig í öryggislínu: 10.000kr
- Karókí: 5000kr
Afmæli - Nauðsynlegt að vita
Verð velkomin í afmæli á Smiðjuloftinu. Hér eru allar nauðsynlegar uppýsingar svo vinsamlegast lesið vel.
Aðstaðan:
Á efri hæðinni er leikaðstaða með fótbolta- og poolborði, spil, litir, o.fl.
Á neðri hæðinni er klifursalurinn, þar sem hægt er að hengja upp rólur, kaðla og annað skemmtilegt.
Eldhúsið:
Á Smiðjuloftinu eigum við glös, diska og skeiðar fyrir 25 börn. Vatnskönnur, kaffivél, kaffikönnu, 25 kaffibolla, kökuhníf, pizzahníf og eldavél með ofni.
Fjöldi gesta:
Hámarksfjöldi í hverju afmæli er 25 börn.
Verð:
Verðið er 12.000 krónur + 500 krónur fyrir hvern gest. Ekki er greitt fyrir afmælisbarnið, tvö systkini og foreldra/forráðamenn þess.
Staðfestingargjald er 6000 krónur og greiðist innan sólarhrings frá bókun. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Gengið er frá endanlegri greiðslu í afmælinu.
Tími:
Afmælistíminn er 90 mínútur. Ábyrgðaraðili hefur kost á að mæta 15 mínútum fyrir umsaminn tíma og hefur 15 mínútur eftir afmælið til að ganga frá.
Sé óskað eftir að lengja afmælistímann greiðast 5000kr fyrir hverjar 30 mínútur aukalega.
Frágangur:
Ábyrgðaraðili raðar upp borðum og stólum á efri hæð. Eftir afmælið skal viðkomandi sópa/þurrmoppa yfir gólf, þurrka af borðum og stólum. Einnig skal tæma glös og diska og koma fyrir í bala undir leirtau.
Til að minnka rusl eftir afmæli og takmarka plastnotkun er mælst til þess að gestir noti þau glös, diska og skeiðar sem til eru á Smiðjuloftinu.
Ábyrgðaraðili skal taka pizzakassa og aðrar stórar umbúðir með sér eftir afmælið.
Afmælispakki Smiðjuloftsins:
Í afmælispakka Smiðjuloftsins má finna ýmsar skemmtilegar gjafir sem hægt er að bæta við afmælisveisluna. Hér er hægt að velja á milli þess að fara með afmælisbarnið og gesti þess í línuklifur á stóra línuveggnum okkar, renna sér á Zip-línu, síga í öryggislínu eða syngja í Karókí
Línuklifur: 10.000kr
Zip-lína / sig í öryggislínu: 10.000kr
Karókí: 5000kr