Vorferðir fyrir hópa

Fréttir

Vorferðir fyrir hópa

Við á Smiðjuloftinu – afþreyingarsetur á Akranesi / Climbing Iceland, erum byrjuð að bóka hópa í skemmtilegar ævintýraferðir, kjörið fyrir skólahópa, fjölskylduna eða vinahópa.

Við bjóðum upp á spennandi útivist auk þess sem við getum tekið á móti hópum í aðstöðu okkar á Smiðjuloftinu (www.smidjuloftid.is), og bjóðum upp á tónlist, inniklifur, spil og leik, og nestisaðstöðu.
Akranes er frábær áfangastaður stutt frá höfuðborginni og þar má finna ýmis skemmtileg kennileiti:
Á Langasandi má finna heitar sturtur og útiheitapott, “Guðlaug”, sem nýverið opnaði í fjöruborðinu. 
Af toppi Akranesvita er fallegt útsýni yfir Akranes og Faxaflóann og skemmtileg ganga gegnum bæinn að vitanum. 
Ströndin í Kalmannsvík er skemmtileg fyrir yngstu kynslóðina og tjaldstæði bæjarins er í göngufjarlægð frá Smiðjuloftinu. 
Við Elínarhöfða má finna Elínarsæti þar sem tröllskessan Elín sat löngum á tali við systur sína og gönguferð þangað frá Smiðjuloftinu tekur stuttan tíma. 
Skógræktin í Garðalundi er kjörinn staður fyrir leiki og fjör, og garðskálinn hefur prýðisaðstöðu til að grilla eða njóta annara veitinga. 
Jaðarsbakkasundlaug er vinsæl meðal gesta bæjarins og það er frítt í laugina fyrir börn yngri en 16 ára. 
Við á Smiðjuloftinu hlökkum til að heyra frá ykkur og vonum að þið sjáið hag í að nýta ykkur þá þjónustu sem Smiðjuloftið og Akranes hefur upp á að bjóða.
Bestu kveðjur,
Þórður og Valgerður
Smiðjuloftið ehf
623-9293
Smiðjuloftið