Írskir dagar á Akranesi

Fréttir

Írskir dagar á Akranesi

Framundan er löng og skemmtileg helgi og fólkið á Smiðjuloftinu verður á ferð og flugi með ýmislegt í pokahorninu.
Á föstudaginn kl. 16.00 ætlum við að flytja nokkur írsk lög í Akranesvita þar sem myndlistarsýning Roisin O’Shea verður formlega opnuð og við hvetjum bæjabúa auðvitað til að kíkja við.
Á laugardeginum ætlum við að bregða okkur austur yfir heiði á Bryggjuhátíð á Stokkseyri og kenna gestum að ganga á línu með Slackline Iceland.
Við verðum svo í Garðalundi á Írskum dögum á Akranesi með línurnar okkar á milli sýninga hjá Leikhópnum Lottu á sunnudeginum og bjóðum gestum að ganga með okkur á línu.
Gleðilega helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Smiðjuloftið