Klifur

Klifur á Smiðjuloftinu
Smiðjuloftið rekur klifuraðstöðu fyrir þá sem vilja klifra sér til gamans og þá sem vilja æfa klifur.
Við bjóðum upp á æfingahópa fyrir fullorðna auk þess sem Klifurfélag ÍA æfir á Smiðjuloftinu. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar.
Við bjóðum einnig upp á stuttar klifurferðir fyrir litla hópa, bæði í línuklifur og í grjótglímu. Kjörið fyrir þá sem vilja prófa að klifra úti á alvöru grjóti. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar og verð.
Búnaðarleiga: Hjá okkur er hægt að leigja búnað fyrir klifur; dýnur og skó fyrir grjótglímu og annan búnað fyrir línuklifur. Hafið samband og við reddum ykkur.
Grjótglímuhellir & línuveggur
Um er að ræða grjótglímuhelli sem skiptist í mis erfiða og hallandi veggi, tengda saman með þaki. Einnig er tæplega átta metra hár línuklifurveggur þar sem klifrarar geta æft línuklifur, ýmist í ofanvaði eða í leiðslu.
Línuklifur fer einungis fram með samþykki starfsmanns Smiðjuloftsins.


Klifurfélag ÍA
Klifurfélag ÍA er aðili að Íþróttabandalagi Akraness og hefur aðstöðu á Smiðjuloftinu Æfingar félagsins fara fram á auglýstum æfingatímum og skráning á æfingar félagsins fara fram gegnum iðkendavef Íþróttabandalags Akraness.
Athugið að klifrarar eru á eigin ábyrgð á Smiðjuloftinu.
Reglur & öryggi
Börn og ungmenni undir 14 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum í klifursalnum. Miðað er við fæðingarár.
Gestir 14 ára og eldri eru á eigin ábyrgð á Smiðjuloftinu. 13 ára og yngri eru á ábyrgð forráðamanna.
14-17 ára gestir þurfa að skila inn leyfisbréfi frá forráðamanni til að fá aðgang að klifursalnum. Leyfisbréfið fæst hjá starfsfólki Smiðjuloftsins.
Reglur í klifursalnum
Stöndum aldrei undir klifrara á veggnum.
Passa þarf að standa ekki undir klifrurum því þeir geta dottið og lent á þeim sem stendur undir.
Aðgangur að línuklifurveggnum er háður samþykki starfsfólks Smiðjuloftsins. Klifrið aldrei yfir grænu línuna á línuklifurveggnum nema vera í öryggislínu.
Klifrið ekki með kalkpoka bundinn á ykkur. Klifrið í klifurskóm eða innahússkóm. Ekki má klifra með bera fætur.
Reglur á efri hæð Smiðjuloftsins
Stranglega bannað er að klifra uppá handrið á svölum eða í stiga.
Förum ekki á klifurskóm upp á efri hæðina. Sama gildir um stigann.
Göngum vel um Smiðjuloftið og sýnum hvert öðru og húsnæðinu virðingu.