Hópar

Heimsóknir hópa

Heimsóknir hópa

Við tökum glöð á móti hópum af ýmsum stærðum og gerðum. Við getum boðið upp á leiðsögn og kennslu í klifri. Einnig skemmtilega hópeflisleiki, samsöng og tónlistarflutning fyrir hópinn. Á eftri hæðinni okkar eru borð, stólar, einfaldur borðbúnaður og aðstaða til að vera með veitingar.

Allskonar fyrir allan aldur

Okkur finnst svo gaman að taka á móti hópum og njótum þess að sérsmíða dagskrá fyrir hvern hóp. Höfum t.d. fengið starfsmannahópa, kóra og fjölskyldur til okkar í klifur, leiki og tónlistarsprell. Skólahópar hafa komið í útiklifur, klettasig og fleira skemmtilegt. Hvað langar ykkur að gera á Smiðjuloftinu?

Við getum líka komið til ykkar

Við getum líka komið til ykkar

Okkur finnst rosalega gaman að fara með dótið okkar og dagskrána út um hvippinn og hvappinn. Við getum komið til ykkar með slack-line línurnar, tónlistarsmiðjur og ýmislegt skemmtilegt. Vantar þig tónlist í veisluna, á fundinn eða í brúðkaupið? Hafið samband við okkur á smidjuloftid@smidjuloftid.is eða í síma: 623-9293.

Við höfum verið á ýmsum bæjarhátíðum, t.d. “Eldur í Húnaþingi”, “Blómadagar í Hveragerði” og á Írskum dögum á Akranesi.