Fjölskyldutímarnir byrja aftur 28. ágúst

Fréttir

Fjölskyldutímarnir byrja aftur 28. ágúst

Alla sunnudaga frá september – maí bjóðum við upp á Fjölskyldutíma frá kl. 11-14. Þá er allt húsið opið og hægt að klifra, róla, leika sér í köðlum, hoppa á trampólíni eða eiga rólega stund á efri hæðinni. Þar eru spil, blöð og litir, púsl, leikeldhús, kubbar, fótboltaborð og fleira, sem sagt eitthvað fyrir allan aldur. Það kostar 1500 krónur inn fyrir barnið en ekkert fyrir fullorðna sem fylgja barninu. Við erum með tíu skipta afsláttarkort sem henta vel fyrir barnmargar fjölskyldur og þau sem koma oft til okkar. Kortin kosta 11 þúsund.

Smiðjuloftið