Ýmislegt fyrir alla í sumar á Akranesi

Fréttir

Ýmislegt fyrir alla í sumar á Akranesi

Gleðilegt sumar.

Við erum dottin í sumargírinn og í sumar ætlum við að bjóða upp á skemmtilega afþreyingu fyrir litla sem stóra hópa. Tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa að eiga góða stund saman í leik og fjöri á Akranesi.

Algengar spurningar;

Þarf ég að bóka tíma hjá ykkur?

  • Já, í sumar er ekki opið á Smiðjuloftinu nema fyrir hópa sem bóka.

Eruð þið með dagsferðarleyfi?

  • Já, við erum með leyfi fyrir dagsferðir.

Geta allir klifrað?

  • Já. Við aðstoðum ykkur við að finna verkefni við hæfi og sýnum ykkur handtökin, hvort heldur inni eða úti.

Hvað er meira hægt að gera á Akranesi?

  • Heilan helling. Við mælum með að skoða www.skagalif.is fyrir upplýsingar um afþreyingu á Akranesi.

Get ég notað Ferðagjöfina hjá ykkur?

  • Já, við tökum á móti Ferðagjöfinni.

Hvað bjóðið þið á Smiðjuloftinu upp á?

  • Við bjóðum upp á helling, hér er það helsta fyrir sumarið 2021:

 

“Upplifun í hæstu hæðum”

Klifur í öryggislínu á 8 metra háum vegg með starfsmanni í 45 mínútur.

Verð 15.000kr fyrir allt að 5 gesti.

 

“Stóri fjölskyldu- og vinapakkinn”

Þið hafið Smiðjuloftið út af fyrir ykkur. Allskyns afþreying á staðnum, svo sem klifur, mini-zipline, rólur, trampólín, pool, fótboltaborð, spil, litir, dúkkukrókur ofl. Kaffi og sætur moli í boði, en einnig frjálst að taka með eigin veitingar. Klifur í öryggislínu á 8 metrar háa klifurveggnum okkar undir leiðsögn þjálfara. Opinn hljóðnemi á efri hæðinni fyrir söngfugla og uppistandara fjölskyldunnar. Samsöngur með tónlistarkennara í lokin ef stemmning er fyrir því. Tveir starfsmenn í húsinu.

Verð fyrir tvo tíma: 35.000 + 1000kr á mann eftir 10 manns.

 

“Litli fjölskyldu- og vinapakkinn”

Þið hafið Smiðjuloftið út af fyrir ykkur. Allskyns afþreying á staðnum, svo sem klifur (ekki línuklifur) rólur, trampólín, pool, fótboltaborð, spil, litir, dúkkukrókur ofl. Velkomið að taka með eigin veitingar. Einn starfsmaður í húsinu.

Verð fyrir tvo tíma: 20.000 + 1000kr á mann eftir 10 manns

 

Smiðjuloftið býður einnig upp á klifurferðir og klettasig við allra hæfi. Lágmarksfjöldi eru tveir þátttakendur.

  • Stutta ferðin: Fyrir börn, óvana og byrjendur. Stutt klifurferð þar sem þið fáið að kynnast útiklifri á eigin skinni. Tímalengd 60-90 mínútur, allur búnaður innifalinn (klifurskór, hjálmur, klifurbelti og annar búnaður).

o             Fyrir tvo: 6.500kr á mann.

o             Fyrir fjóra: 4.900kr á mann.

  • Langa ferðin: Fyrir þá sem vilja reyna meira á sig, hafa lágmarksreynslu eða hafa klifrað áður. Tímalengd 4 klst., allur búnaður innifalinn (klifurskór, hjálmur, klifurbelti og annar búnaður).

o             Fyrir tvo: 14.500kr á mann.

o             Fyrir fjóra: 12.000kr á mann.

 

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar og bókanir hjá smidjuloftid@smidjuloftid.is eða í síma 623-9293.

 

Með haustinu opnum við aftur fyrir fjölskyldutíma á Smiðjuloftinu svo fylgist með á heimasíðunni okkar, á Instagram eða á Facebok.

 

Sumarkveðjur,

Fólkið á Smiðjuloftinu.

 

Smiðjuloftið