Smiðjuloftið opnar aftur eftir samkomubann.

Fréttir

Smiðjuloftið opnar aftur eftir samkomubann.

Smiðjuloftið opnar aftur eftir samkomubann og við erum tilbúin í allt og spennt fyrir vorinu.
Fjölskyldutímarnir verða á sínum stað á sunnudögum frá 11.00-14.00.
Klifuræfingar hefjast aftur samkvæmt stundatöflu hjá öllum hópum.
Opið í klifur fyrir fullorðna á sunnudögum frá 14.00-16.00 (sjá skráningarhlekk).
Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum fyrir vorferðir hópa á Smiðjuloftið og fyrir þau sem vilja fara í ævintýraferð og klettaklifur í Akrafjall. Hafið samband við Smiðjuloftið og við aðstoðum ykkur við að setja saman skemmtilega ferð fyrir hópinn ykkar.
Kær kveðja frá fólkinu á Smiðjuloftinu.
Smiðjuloftið