Pálmasunnudagur á Smiðjuloftinu

Fréttir

Pálmasunnudagur á Smiðjuloftinu

Fjölskyldutími kl. 11-14

Til að fagna komandi páskafríi bjóðum við upp á klifur í öryggislínu með þjálfara okkar,  opinn hljóðnema auk þess sem allt þetta venjulega er á sínum stað s.s. leiktæki, spil, leikföng, litir ofl. Frábær byrjun á páskafríinu.
Það þarf ekki að skrá sig í Fjölskyldutímann.
Aðgangseyrir: 1000 kr. fyrir barnið og fullorðna sem ætla að nýta klifurveggina.

Tónlistartími með Valgerði
Hljóðfæri, söngur og fjör, tónlistarsamvera fyrir börn á öllum aldri (í fylgd fullorðinna) kl. 10.15-10.50.

Verð: 1500 krónur per barn, frítt fyrir 3./4. systkini í sömu fjölskyldu. Þátttakendur fá frítt í Fjölskyldutímann kl. 11.

Skráning og upplýsingar á facebook og smidjuloftid@smidjuloftid.is

Smiðjuloftið