Tón- og leiklistarblanda sumarnámskeið

Fréttir

Tón- og leiklistarblanda sumarnámskeið

Spennandi námskeið fyrir alla krakka fædda 2007-2011 sem hafa mikinn áhuga á að leika, syngja og skapa í notalegu, hvetjandi umhverfi. Námskeiðið er alls 12 tímar – létt hressing innifalin í verði svo börnin þurfa ekki að koma með nesti.
Eitt 4 daga námskeið í boði: 15.-19. júní frá kl. 9-12 (Frí 17.júní).

Á námskeiðinu verður farið í tón- og leiklistartengda leiki og æfingar, við búum til persónur og litla leikþætti. Við syngjum og vinnum með takt og tóna. Áhersla verður lögð á að þjálfa samvinnu og traust og fyrst og fremst njóta sín og hafa gaman.
– Dagurinn hefst á ávöxtum, samsöng og spjalli.
– Opinn hljóðnemi fyrir áhugasama
– Fráls leikur í klifursalnum um 30 mín. í lok dags.
– Lítill hópur-mest 12 nemendur á hverju námskeiði .
– Þátttakendur fá tvo frítíma í Fjölskyldutíma Smiðjuloftsins.

Kennari er Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona. Hún hefur 20 ára reynslu í skapandi vinnu með börnum.
Verð: 13.900 kr. Skráning á smidjuloftid@gmail.is, á facebook eða í síma:623-9293.
Ath. Lágmarksfjöldi til að námskeið fari fram er 8 börn.

Smiðjuloftið