Ferðumst innanlands í sumar – Ævintýraferð í Akrafjalli

Fréttir

Ferðumst innanlands í sumar – Ævintýraferð í Akrafjalli

Nú er rétti tíminn til að skreppa dagsferð á Akranes og skoða hvað bærinn hefur upp á að bjóða.

Við á Smiðjuloftinu mælum með að kíkja í ævintýraferð í Akrafjall þar sem við bjóðum upp á skemmtilegt klettaklifur fyrir alla fjölskylduna eða vinahópinn.

Því næst er kjörið að skella sér í sjósund á Langasandinn, skoða vitana okkar og fara svo út að borða.

Hafið samband og við hjálpum ykkur að skipuleggja skemmtilegan dag í nágrenni höfuðborgarinnar.

Smiðjuloftið