Gítarnámskeið f. starfsfólk leik- og grunnskóla

Fréttir

Gítarnámskeið f. starfsfólk leik- og grunnskóla

Metnaðarfullt og skemmtilegt námskeið fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum (yngsta stig) sem langar að geta spilað á gítar í söngstundum með börnum.
Námskeiðið er 20 kennslustundir og skiptist upp í þrjár lotur.
Fjögur skipti í júní, fjögur skipti í ágúst/september, fjögur skipti í lok október. + tvö skipti í eftirfylgni milli lota.

Mest 6 nemendur í hóp.

Markmið námskeiðsins er að nemendur geti að því loknu leikið undir söng hjá börnum á aldrinum 2-10 ára og hafi á takteinum 8-10 þekkt barnalög. Að nemendur geti að námskeiði loknu nýtt sér hljómsetningarblöð til að æfa upp undirleik upp á eigin spýtur.

1. lota hefst í júní. Kennt verður á þessum tímum:
Mið. 3. júní kl. 17.30-18.30
Mán. 8. júní kl. 17.30-18.30
Fim. 11. juní kl. 17.30-18.30
Mán. 15. júní kl. 17.30-18.30

Kennari er Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona. Valgerður hefur 20 ára reynslu í tónlistarkennslu barna og er mikill reynslubolti þegar kemur að stjórnun söngstunda.

Verð: 42 þúsund. Hægt að greiða í tveimur greiðslum. Möguleiki á endurgreiðslu frá KÍ, VLFA, Sameyki og etv. fleiri stéttarfélögum.

Upplýsingar um kennsluáætlun og skráning er í síma: 623-9293, gegnum Facebook skilaboð eða á smidjuloftid@gmail.com

Smiðjuloftið