Gleðilegt sumar – ferðumst innanlands í sumar.

Fréttir

Gleðilegt sumar – ferðumst innanlands í sumar.

Við á Smiðjuloftinu óskum landsmönnum gleðilegs sumars og hlökkum til að taka á móti ykkur. Við komum til með að bjóða upp á margt skemmtilegt með sumrinu. Fjölskyldutímarnir okkar verða á sínum stað og bráðlega verður hægt að panta Smiðjuloftið fyrir afmælisveislur aftur.
Í sumar verður hægt að bóka stuttar klifurferðir fyrir þá sem vilja ferðast innanlands og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Klettaklifur er frábær skemmtun fyrir vinahópinn eða fjölskylduna, og hjá okkur geta allir geta verið með.
Við tökum líka á móti hópum sem vilja leika sér á Smiðjuloftinu, hlusta á lifandi tónlist, læra að ganga á linu eða fara í göngu með leiðsögumanni um nágrenni Akraness.
Hafið samband og við setjum saman skemmtilegan dag á Akranesi fyrir ykkur.
Kær kveðja,
fólkið á Smiðjuloftinu.
Smiðjuloftið