Ferðumst innanlands í sumar.

Fréttir

Ferðumst innanlands í sumar.

Á dögunum fékk Smiðjuloftið útgefið leyfi frá Ferðamálastofu til sölu dagsferða, undir heitinu Smiðjuloftið – ClimbingIceland. Með sumrinu mun Smiðjuloftið bjóða upp á stuttar leiðsagðar ferðir sem henta einstaklega vel fyrir vinahópa, fjölskyldur eða pör sem eru að leita að skemmtilegri áskorun og einstakri upplifun í íslenskri náttúru.

Þannig viljum við hvetja heimamenn til að ferðast innanlands í sumar og leggja okkar af mörkum með því að bjóða upp á skemmtilega og spennandi afþreyingu á viðráðanlegu verði fyrir íslenskar fjölskyldur.

Smiðjuloftið býður upp á afþreyingu fyrir alla aldurshópa; Klifurferðir fyrir fjölskylduna, gönguferðir um Akranes og nágrenni með leiðsögumanni fyrir saumaklúbbinn, grjótglímu fyrir vinahópinn eða línugöngu fyrir ofurhuga (e. Slackline/Highline).

Hafið samband og við skipuleggjum ógleymanlegan dag fyrir ykkur í sumar.

Smiðjuloftið