Sumarið á Smiðjuloftinu

Fréttir

Sumarið á Smiðjuloftinu

Sumarið á Smiðjuloftinu
Sumarið er tími útiveru og klifrarar nýta hverja stund til að komast í kletta og hamra og njóta góða veðursins.
Eftir afmælið okkar 5. maí, hefst sumartími Smiðjuloftsins. Þá fara Fjölskyldutímarnir og almennir opnunartímar í frí en einungis hægt að bóka heimsóknir hópa (5 eða fleiri). Einnig hægt að bóka afmæli, hittinga o.þ.h.
Vikurnar 11. – 14. júní og 18. – 21. júní verður haldið klifur og útivistarnámskeið fyrir krakka fædda 2007-2009. Nánar auglýst síðar.
Smiðjuloftið tekur þátt í viðburðum sumarsins á Akranesi, t.d. írskum dögum í júlí.
Á rigningardögum gæti alveg verið að við auglýsum opnun með litlum fyrirvara, svo endilega fylgist með Facebook síðunni okkar.

Smiðjuloftið