Afmælisfjör Smiðjuloftsins og Hraðaklifurkeppni

Fréttir

Afmælisfjör Smiðjuloftsins og Hraðaklifurkeppni

Í tilefni af 1 árs afmæli Smiðjuloftsins sunnudaginn 5. maí höldum við Afmælisfjör frá kl. 11-14.
Allskonar skemmtilegheit í boði:

Kaffi/djús og sætur biti í boði hússins
Klifur í öryggislínu fyrir þau sem þora
Vorsöngstund og opinn hljóðnemi kl. 12
Lifandi tónlist kl. 13
og að sjálfsögðu opið á klifurveggina, í leiktækin og dundidótið okkar.
Aðgangseyrir: 500 kr. Börn séu í fylgd með fullorðnum.

Einnig verður Hraðaklifurkeppni
fyrir 16 ára og eldri kl. 14. 30. Skráning stendur yfir. Áhorfendur hjartanlega velkomnir. Vegleg verðlaun frá Gamla Kaupfélaginu.
Skráning á smidjuloftid@smidjuloftid.is og á Facebook.

Smiðjuloftið