Sumarklifurnámskeið fyrir börn fædd 2006-2009

Fréttir

Sumarklifurnámskeið fyrir börn fædd 2006-2009

Í sumar býður Smiðjuloftið upp á klifurnámskeið fyrir börn fædd 2006-2009. Námskeiðið er fyrir krakka sem vilja kynnast klifuríþróttinni og hafa gaman af útiveru.

Dagsetning: 18-21 júní, frá kl. 10.00 og til 14.00, mæting stundvíslega á Smiðjuloftið, Smiðjuvöllum 17.

Athugið að hámarksfjöldi í hvern hóp eru 10 börn, til að tryggja gæði kennslu og að allir fái næga aðstoð og hjálp.

Á námskeiðinu læra þátttakendur grunnatriði klifurs, læra á búnað og línur, öryggistól og tryggingar, auk þess sem við kennum þeim
að standa á línu auk fleiri sirkúslista. Námskeiðið fer að mestu leyti fram úti við og a.m.k tveir dagar eru að öllu leyti í Akrafjalli, þar sem við
klifrum í öryggislínum, búum til línubrú og rennum okkur yfir, sígum í klettum o.s.frv.

Þátttakendur fá allan nauðsynlegan búnað meðan á námskeiði stendur, akstur til og frá Akrafjalli, og léttar veitingar á lokadegi.

Verð: 14.900 (10% systkinaafsláttur)

Nánari upplýsingar og skráning á smidjuloftid@smidjuloftid.is

 

 

Smiðjuloftið