Vökudagar-Hrekkjavakan

Fréttir

Vökudagar-Hrekkjavakan

Nú er menningarhátíðin Vökudagar að fara í gang hér á Akranesi. Á Smiðjuloftinu verða tveir spennandi viðburðir sem tengjast Hrekkjavökunni. Laugardaginn 27. október verður árlegt Hrekkjavökumót Klifurfélags ÍA og Smiðjuloftsins. Þar mæta krakkar á aldrinum 5-15 ára frá ÍA, Klifurhúsinu og Björkinni og etja kappi í grjótglímu. Allir eru hvattir til að mæta í búning og verða veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn. Hvetjum alla til að koma og fylgjast með fjörinu. Kaffi og múffur á efri hæðinni.

Dagskráin er svona:

Dagskrá:
10.00-10.45: Púkar (2013-2010)
11.00-12.00: Uppvakningar (2009-2008)
12.30-14.00: Orkar (2007-2006, opið fyrir klifrara annara félaga)
14.30-16.00: Draugar (2005-2003, opið fyrir klifrara annara félaga)

Sunnudaginn 28. október kl. 11-14 verður fjölskyldutími með Hrekkjavöku þema.

Við ætlum að skreyta húsnæðið (ekkert alltof hryllilega samt) og bjóða upp á andlitsliti, hrekkjavökumyndir til að lita og rauðan drykk fyrir krakkana. Hvetjum alla til að mæta í búningi. Að sjálfsögðu verða leiktækin okkar uppi og klifurveggirnir á sínum stað.

Verð: 800 kr.
Leiga á skóm: 200 kr.
Kaffi: 200 kr.

Smiðjuloftið