Viðburðir í vetrarfríinu a Smiðjuloftinu.

Fréttir

Viðburðir í vetrarfríinu a Smiðjuloftinu.

Það verður nóg um að vera á Smiðjuloftinu í vetrarfríinu.

Föstudaginn 19. október blásum við í LÍNUKLIFURPARTÝ í vetrarfríinu þar sem flottasti línuklifurveggur landsins verður opinn fyrir reynda sem óreynda klifrarar. Vanir klifrarar verða til taks til að aðstoða þá sem vilja taka þátt í fjörinu.

Á efri hæðinni verður lifandi tónlist í boði Valgerðar frá 20.00 og hægt að versla sér léttar veitingar. Að sjálfsögðu verður líka hægt að klifra í hellinum.

Aðgangseyrir er 1200kr (10 skipta og 6 mán kort gilda) og hægt að leigja klifurskó á staðnum. Annar búnaður verður á staðnum.

Dagskrá:
17.00-19.00: 17 ára og yngri (skulu undantekningarlaust vera í fylgd með fullorðnum).

19.00-23.00: 18 ára og eldri, fullorðinspartý fram á kvöld.

 

Fjölskyldutíminn okkar vinsæli verður á sínum stað, sunnudaginn 21. október frá 11-14.

Þá tökum við fram rólur, trampólín og fleiri leiktæki og hægt er að dunda sér með bækur, liti, blöð og spil á efri hæðinni. Opinn hljóðnemi fyrir þá sem vilja syngja lag og hægt að kaupa kaffi á 200 kr. Yngri en 14 ára séu í fylgd með fullorðnum.

Verð í fjölskyldutímann er 800 kr. og leiga á skóm 200 kr.

Smiðjuloftið