Barnaafmæli og fullorðinsfjör
Barnaafmælin hafa heldur betur slegið í gegn hjá okkur. Nú erum við farin að bóka 2-3 vikur fram í tímann svo endilega hafið samband tímanlega ef þið viljið tryggja ykkur húsið.
Það eru ekki bara börnin sem eiga góðar stundir hjá okkur á Smiðjuloftinu. Við tökum glöð á móti vinahópum, starfsmannahópum, saumaklúbbum, steggja og gæsahópum eða fjölskyldum sem langar að eiga saman góða stund. Við getum búið til skemmtilega blöndu af orku, upplifun og afþreyingu sem hentar hópnum, hvort sem þið viljið fjör eða vera á rólegu nótunum. Tónlist, leikir, klifur ofl. Hafið samband og við gerum ykkur tilboð út frá stærð hóps og áhugasviði.