Smiðjumeistarinn-línuklifurmót

Fréttir

Smiðjumeistarinn-línuklifurmót

Smiðjuloftið og Klifurfélag ÍA hefja klifurveturinn með línuklifurmóti á flottasta línuvegg landsins á Smiðjuloftinu. Veglegir vinningar í boði í öllum flokkum og óvæntur glaðningur fyrir heppna klifrara.
Klifrað verður í þremur flokkum karla og kvenna;
11-12 ára (2006-2007) kl. 13.00-14.30*
13-15 ára (2005-2003) kl. 15.00-16.30*
16+ (2002 og eldri) kl. 17.00-18.30
Yngri flokkar klifra í ofanvaði. Í flokki 16+ verða tveir flokkar, ofanvað fyrir minna reynda, og leiðsluklifur fyrir þá reyndari.
Mótið er opið öllum klifrurum. Skráning fer í gegnum smidjuloftid@smidjuloftid.is eða iaklifur@gmail.com. Athugið að eingöngu er tekið við skráningu frá þjálfara í yngri flokka.
Þátttökugjald er 1200kr. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á þessu fyrsta móti vetrarins.

Áhorfendur hjartanlega velkomnir á meðan húsrými leyfir. Klifurfélag ÍA verður með léttar veitingar til sölu til styrktar félaginu.

Smiðjuloftið