Skráning í klifur hjá ÍA er hafin, spennandi vetur framundan.

Fréttir

Skráning í klifur hjá ÍA er hafin, spennandi vetur…

Skráning hafin í klifur hjá ÍA.

Klifuræfingar hjá ÍA hefjast 27. ágúst og nú hefur verið opnað fyrir skráningu gegnum iðkendavef ÍA, ia.is. Athugið að öll skráning fer fram gegnum iðkendavefinn og spurningum svarað gegnum iaklifur@gmail.com.

ÍA býður upp á sex æfingahópa fyrir haustönn 2018 (með fyrirvara um breytingar) og í ár bjóðum við elstu börnum leikskóla að hefja æfingar. Endanleg stundatafla fyrir hópa verður birt þegar nær dregur hausti en meðfylgjandi eru drög að æfingatöflu.

Eins og flestum er kunnugt hefur Klifurfélag ÍA fengið aðstöðu í nýjum klifursal á Smiðjuloftinu, til húsa að Smiðjuvöllum 17. Aðstaða til æfinga hefur því breyst mikið til hins betra frá gömlu aðstöðunni í kjallaranum og við hlökkum til að taka á móti gömlum sem nýjum klifrurum.

Auk æfinga hjá ÍA verða námskeið í gangi fyrir eldri klifrara sem vilja koma sér af stað í klifuríþróttinni og annan hvern fimmtudag verða haldin kynningarkvöld fyrir þá sem eru að íhuga að byrja að klifra. Sjá nánar um það á smidjuloftid.is

Drög að stundatöflu (með fyrirvara um breytingar):

Kátt í klifri (elsti árg. leikskóla og 1. bekkur)
– Laugardagar 10.00-10.40
2-3 bekkur:
– Mánudagar 16.00-16.40 og föstudagar 14.00-14.40.
4-5 bekkur:
– Þriðjudagar og fimmtudagar 14.30-15.30
6-7 bekkkur:
– Þriðjudagur og fimmtudagur 15.30-16.30, laugardagur 10.40-12.00
8-10 bekkur:
– Mánudagar 16.40-18.00, miðvikudagar og föstudagar 14.30-16.00
Ungmenni (1-2 ár í framhaldsskóla):
– Þriðjudagar og fimmtudagar 16.30-18.00, + ein æfing sem á eftir að finna stað í töflu.

Smiðjuloftið