Sumarfrí hjá okkur eftir írska daga

Fréttir

Sumarfrí hjá okkur eftir írska daga

Við ætlum að skella okkur í smá sumarfrí eftir írska daga, þannig að Smiðjuloftið verður lokað allavega út júlí. Við opnum svo aftur snemma í ágúst, erum ekki búin að negla niður dagsetninguna, en hún kemur hér inn þegar nær dregur. Við opnuðum Smiðjuloftið 5. maí 2018 og viðtökur bæjarbúa og gesta hafa verið alveg frábærar. Við erum búin að halda meira en 15 afmæli, nokkra frábæra Fjölskyldutíma, sumarnámskeið of fleiri skemmtilega viðburði. Alltaf er að bætast í hópinn hjá þeim sem mæta í opna tíma til að klifra á veggjunum. Í ágúst verðum við svo með margt spennandi í boði sem við hlökkum mikið til að kynna. Sjáumst á írskum dögum og svo strax eftir sumarfrí.

Kær kveðja

Valgerður og Þórður

Smiðjuloftið