Tónlistarnámskeið fyrir 3-5 ára og Fjölskyldutímar

Fréttir

Tónlistarnámskeið fyrir 3-5 ára og Fjölskyldutímar

Tónlistarnámskeið fyrir börn fædd 2013, 2014 og 2015 ásamt foreldrum.

45 mínútna tímar þar sem áhersla er lögð á skemmtilega samveru gegnum söng, hljóðfæraleik og hreyfingu.

* Í boði að syngja í hljóðnema í hverjum tíma
* Ýmsir skemmtilegir tónlistartengdir leikir
* Hljóðfæraleikur á trommur, tréspil ofl. hljóðfæri sem henta 3-6 ára
* Prófum t.d. trommusett, píanó ofl. hljóðfæri.

Kennt er á sunnudögum kl. 10.15-11 á efri hæð Smiðjuloftsins. Sex skipti frá 26. ágúst (frí 30. september).
Þátttakendur fá frítt í Fjölskyldutíma Smiðjuloftsins sem hefjast kl. 11, meðan á námskeiðinu stendur.

Verð: 15.000 krónur
20 % systkinaafsláttur

Kennari er Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona.
Skráning og upplýsingar á smidjuloftid@smidjuloftid.is eða í síma: 623-9293.

Fjölskyldutímar á sunnudögum kl. 11-14

Fyrsti Fjölskyldutími haustsins verður 19. ágúst. Þessir tímar hafa heldur betur slegið í gegn hjá Skagafólki og gestum bæjarins. Nóg er um að vera bæði í klifursalnum sem og uppi á loftinu. Við tökum fram rólur, trampólín og fleiri leiktæki, auk þess sem gaman er að spreyta sig á klifurveggjunum. Uppi eru spil, blöð og litir og fleira dót til að dunda sér með. Þá er stundum boðið upp á söngstundir og hljóðneminn er opinn fyrir þau sem vilja láta ljós sitt skína.

Aðgangseyrir: 800 kr. fyrir þátttakendur. Skór: 200 kr. Kaffi: 200 kr.
(Athugið! Fjölskyldutíminn fellur niður 30. september).

Smiðjuloftið