Írskir dagar á Smiðjuloftinu

Fréttir

Írskir dagar á Smiðjuloftinu

Það verður heldur betur fjör hjá okkur á írskum dögum helgina 7. og 8. júlí.

Laugardaginn 7. júlí verður hraðaklifurkeppni ÍA milli 12 og 14. Sjá nánar hér https://www.facebook.com/events/117019442495971/

Sunnudaginn 8. júlí verður Fjölskyldutími með írsku ívafi milli 11 og 14.
Klifur, leiktæki, karókí og fjör. Hægt er að kaupa kaffi, kleinur og ávaxtadrykk á efri hæðinni. Á hálfa tímanum ætlar Valgerður að syngja nokkur írsk popp- og þjóðlög (11.30,12.30 og 13.30).
Þátttökugjald er 800 krónur. Allir hjartanlega velkomnir. Endilega kíkið við í kaffisopa og írska tóna þó þið séuð ekki með börn sem ætla í krakkafjörið.

Smiðjuloftið