Júní og júlí hjá okkur-Fjölskyldutími 24. júní

Fréttir

Júní og júlí hjá okkur-Fjölskyldutími 24. júní

Í júní verða opnunartímar á þessa leið:
Athugið að hægt verður að bóka afmæli og hópa í júní.

Opið þriðjudaga og fimmtudaga í klifur frá 18-21
18 + klifurtímar frá 20-21 þessa daga.

 

Sunnudagur 24. júní – Fjölskyldutími

Fjölskyldutímarnir á Smiðjuloftinu hafa aldeilis slegið í gegn hjá Skagafólki og öðrum góðum gestum. Við erum ótrúlega ánægð með viðtökurnar og þakklát fyrir áhugann.

Næsti tími verðu 24. júní á okkar venjulega tíma 11-14.
Við tökum fram rólur, trampólín, blöð, liti, bækur og spil og að sjálfsögðu hvetjum við alla til að spreyta sig á klifurveggjunum.

Opinn hljóðnemi fyrir söng-glaða og tónmenntakennari Smiðjuloftsins alltaf til í að skella í söngstund ef stemmning er fyrir því.

Þátttökugjald: 800 kr. Leiga á skóm: 200 kr. Kaffi: 200 kr.

Athugið að kl. 14 tekur við venjuleg opnun á klifurveggina. Þá kostar stakur tími 1200 kr. og leiga á skóm er: 300 kr.

Júlí
Opið verður í kringum írska daga 5. – 8. júlí. Nánar auglýst síðar.
Að öðru leiti verður lokað í júlí. Einnig lokað fyrir afmælisbókanir.

Smiðjuloftið