Fyrstu tónleikarnir á Smiðjuloftinu
17. júní kl. 20.
Travel Tunes/Smiðjulofts fjölskyldan Valgerður, Þórður og Sylvía flytja úrval af íslenskum þjóðlögum og sönglagaperlum í bland við eigið efni á Smiðjuloftinu, Smiðjuvöllum 17 kl. 20. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem haldnir eru á Smiðjuloftinu sem var opnað 5. maí 2018.
Valgerður fór nýlega í hljóðver og tók upp lagið sitt “Minningar morgundagsins.” Upptakan verður frumflutt opinberlega á tónleikunum.
Miðaverð: 2000 krónur. Pantanir í síma: 623-9293 eða á smidjuloftid@smidjuloftid.is
Loftið rúmar ekki mjög marga, svo ef þið viljið vera viss um að fá miða mælum við með því að panta.