Afmælishátíð Smiðjuloftsins 2.-5. sept.

Fréttir

Afmælishátíð Smiðjuloftsins 2.-5. sept.

Í tilefni af þriggja ára starfsafmæli Smiðjuloftsins blásum við til veglegrar afmælishelgar með ýmsum viðburðum dagana 2.-5. september.
Hér má sjá dagskrána í heild sinni, en á facebook síðunni okkar er svo hægt að fá nánari upplýsingar innan hvers viðburðar.
Afmælishátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands
Hlökkum til að eiga skemmtilega helgi með ykkur.

 

ATH! Þar sem við höfum takmarkað pláss verður forsala aðgöngumiða á alla viðburði dagana 30.8.-2.9. kl. 17-20 á Smiðjuloftinu.

Þó verður ekki forsala á Klifurkvöldið 2. september.
 
Fimmtudagur 2. september – Klifurkvöld 2/1
Tveir fyrir einn tilboð í „byrjendabúlder“ og línuklifur með kennara.
Opið frá 17:00-22:00
Aðgangur með kennslu og klifurskóm: 1300kr
Börn yngri en 12 ára fylgd með fullorðnum
 
Föstudagur 3. september – Tónleikar
Notaleg stund á efri hæð Smiðjuloftsins með tónlist frá Frakklandi, Hollandi, Írlandi, Íslandi, Danmörku o.fl.
Fram koma:
Rut Berg Guðmundsdóttir harmónikka
Úlfhildur Þorsteinsdóttir víóla
– ásamt þeim Valgerði, Þórði og Sylvíu í Travel Tunes Iceland.
Aðgangseyrir: 2000 kr. Léttar veitingar í boði hússins.
 
Laugardagur 4. september – Trúðslæti 
Eigðu stund með Silly Suzy og Momo og taktu þátt í stund af sirkusgleði. Njóttu sýningar um umburðarlyndi og skilning gagnvart þeim sem líta út eða tala öðruvísi. Hjálpaðu trúðnum Silly Suzy að læra íslensku og lærðu í leiðinni mismunandi aðferðir til að eiga tjáskipti við annað fólk.
Sýningin hefst kl. 11 og varir í um 30 mínútur. Eftir sýninguna er í boði frjáls leikur á Smiðjuloftinu til kl. 12.30.
Þessi sýning hentar yngsta aldurshópnum -börn í fylgd með fullorðnum.
Aðgangseyrir: 1000 krónur.
 
 
Laugardagur 4. september – Silki/loftfimleikar

 

Loftfimleikakonurnar Lauren Charnow og Alice Demurtas heimsækja Smiðjuloftið með heillandi sýningu í hæstu hæðum. Fylgist með þeim klifra, dansa og svífa í loftinu í silki vafningum, einstök upplifun. Eftir sýninguna fá gestir að prófa nokkur einföld trikk í silkinu.
(ATH! Þau sem ætla að prófa silkið þurfa að vera í mjúkum fötum, engir rennilásar, smellur oþh sem gæti skemmt silkið).
Aðgangseyrir: 1500 krónur.
Sýningin hefst kl. 13.
 
 
Sunnudagur 5. september – Tónlistarsmiðja

 

30 mínútna tónlistarsmiðja fyrir alla aldurshópa. Við leikum okkur með takta og tóna, prófum hljóðfæri og látum allt flakka.
Allir velkomnir, 10 ára og yngri séu í fylgd með fullorðnum.
Tíminn hefst kl. 15. Eftir tímann er frjáls leikur í húsinu í um 40 mínútur.
Aðgangseyrir: 1000 krónur.
 
 

Smiðjuloftið