Janúar 2021 á Smiðjuloftinu

Fréttir

Janúar 2021 á Smiðjuloftinu

Starfsemi á Smiðjuloftinu er komin á fullt eftir áramót og hér má sjá vikuskipulagið okkar fyrir janúarmánuð.
Klifurfélag ÍA skipar stóran sess hjá okkur en þar fyrir utan bjóðum við upp á ýmis námskeið, s.s. stórskemmtilegt Ukulele-námskeið fyrir byrjendur og tónlistarnámskeið fyrir börn.
Fjölskyldutímarnir okkar verða á sunnudögum og við hvetjum Skagamenn til að nýta sér þessa skemmtilegu afþreyingu um helgar.
Taflan verður uppfærð reglulega eftir því sem ný námskeið detta inn og gömul út.
Það er alltaf nóg að gera á Skaganum.
Smiðjuloftið