Upplifun í jólapakkann

Fréttir

Upplifun í jólapakkann

Við erum vongóð um að betri tíð bíði okkar núna á aðventunni og vonumst til að geta opnað dyrnar fyrir gestum. Nú erum við með til sölu gjafabréf og ýmsa fjölskyldu/vina pakka sem eru ótrúlega skemmtilegir að lauma með jólakortinu eða setja í jólapakkann.
Endilega kíkið á möguleikana og hafið samband ef þið viljið versla eða fá meiri upplýsingar (smidjuloftid@smidjuloftid.is eða facebook eða 623-9293). Við erum hluti af átaki Markaðsstofu Vesturlands “Upplifun í jólapakkann.”https://www.west.is/is/west/index/smidjuloftid-christmas

Upplifun í hæstu hæðum

Klifur í öryggislínu á 8 metra háum vegg með starfsmanni í 45 mínútur.

Verð 15.000kr fyrir allt að 5 gesti.

Stóri fjölskyldu- og vinapakkinn

Þið hafið Smiðjuloftið út af fyrir ykkur. Allskyns afþreying á staðnum, svo sem klifur, mini-zipline, rólur, trampólín, pool, fótboltaborð, spil, litir, dúkkukrókur ofl.
Kaffi og sætur moli í boði, en einnig frjálst að taka með eigin veitingar.
Klifur í öryggislínu á 8 metrar háa klifurveggnum okkar undir leiðsögn þjálfara.
Opinn hljóðnemi á efri hæðinni fyrir söngfugla og uppistandara fjölskyldunnar.
Samsöngur með tónlistarkennara í lokin ef stemmning er fyrir því.
Tveir starfsmenn í húsinu.

Verð fyrir tvo tíma: 35.000 + 1000kr á mann eftir 10 manns.

Litli fjölskyldu- og vinapakkinn

Þið hafið Smiðjuloftið út af fyrir ykkur. Allskyns afþreying á staðnum, svo sem klifur (ekki línuklifur) rólur, trampólín, pool, fótboltaborð, spil, litir, dúkkukrókur ofl.  Velkomið að taka með eigin veitingar. Einn starfsmaður í húsinu.

Verð fyrir tvo tíma: 20.000 + 1000kr á mann eftir 10 manns.

Tónlistarupplifun til þín

Komdu fjölskyldunni/vinunum á óvart með lifandi tónlist í boðinu þínu.
Fullt af skemmtilegri tónlist í boði fyrir…jóla,- afmælis,- tækifæris,- vina,- fjölskyldu,- matarboðið. Einnig sniðugt fyrir t.d. saumaklúbba að splæsa í tónlistaruppákomu til að krydda kvöldstundina. Frábær tilboð í gangi, hafðu samband og við sérsníðum tónlistarheimsókn fyrir þig.

 

Gjafabréf í Fjölskyldutíma

Nú getur þú boðið börnunum og barnabörnunum upp á frábæra samverustund í Fjölskyldutíma á sunnudegi á Smiðjuloftinu. Verð fyrir hvert barn er 1000 krónur. Hægt að útbúa gjafabréf fyrir hvern einstakling eða eitt fyrir systkinahópinn.

10 skipta kort í Fjölskyldutíma á sunnudögum
Sniðugt að láta kortið fylgja með jólakortinu til barnafjölskyldna. Verð: 7500 kr.

Smiðjuloftið