Haustið á Smiðjuloftinu

Fréttir

Haustið á Smiðjuloftinu

Nú er allt að komast í gang hjá okkur á Smiðjuloftinu fyrir haustið. Það verður ýmislegt í boði tengt klifri og tónlist á haustönninni og mælum við með að þið kíkið á Facebook síðuna okkar til að skoða næstu viðurði.

Klifuræfingar hjá Klifurfélagi ÍA eru komnar í gang og skráning hafin í klifur fyrir fullorðna sem og Kátt í klifri fyrir yngstu þátttakendurna sem hefst 12. september.

Tónlistarnámskeið fyrir 3-5 ára byrjar 6. september og í september verður einnig í boði örnámskeið í Tón- og leiklistarblöndu fyrir 4. – 7. bekk. Nánar auglýst síðar. Fjölskyldutímarnir vinsælu byrja aftur sunnudaginn 6. september frá kl. 11-14.

Við tökum sóttvarnir vegna Covid 19 mjög alvarlega og erum með ákveðnar reglur varðandi heimsóknir til okkar á Smiðjuloftið. Nánari upplýsingar um þær reglur er að finna í Facebook viðburðum á FB síðunni okkar.

Stundataflan hjá okkur er þétt en við erum nú að skoða möguleika á almennum opnunartímum fyrir haustið og miðum við að auglýsa þá frá 1. september.

Hlökkum til að sjá ykkur á Smiðjuloftinu.

Smiðjuloftið