Ágústmánuður á Smiðjuloftinu

Fréttir

Ágústmánuður á Smiðjuloftinu

Nú er ágústmánuður genginn í garð og fólkið á Smiðjuloftinu er farið að huga að haustinu. Af skiljanlegum ástæðum ætlum við að fara rólega af stað og taka eitt skref í einu samkvæmt ráðleggingum sóttvarnarlæknis #viðerumöllalmannavarnir.

Almennir opnunartímar verða auglýstir þegar nær dregur hausti en þangað til setjum við pop-up opnunartíma inn á facebook-síðuna okkar.

Við erum byrjuð að taka á móti bókunum fyrir afmælishópa fyrir börn (fædd 2005 og yngri) og því um að gera að tryggja sér tíma fyrir afmælisbarnið sitt. Hafið samband við smidjuloftid@smidjuloftid.is eða 623-9293

Æfingar hjá Klifurfélagi ÍA hefjast 24. ágúst og skráning verður auglýst innan tíðar ásamt stundatöflu.

Æfingar hjá fullorðnum hefjast í byrjun september og verða með svipuðu sniði og síðust ár.

Ennþá er hægt að bóka stuttar klifurferðir fyrir áhugasama útivistargarpa. Ferðirnar hafa notið vinsælda í sumar og hentar afar vel fyrir byrjendur, fjölskyldur og vinahópa sem eru að leita að skemmtilegri afþreyingu í nágrenni við höfuðborgina.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á Smiðjuloftinu í haust.

 

Smiðjuloftið