Smiðjuloftið býður þátttakendur á Norðurálsmótinu í knattspyrnu velkomna.

Fréttir

Smiðjuloftið býður þátttakendur á Norðurálsmótinu í knattspyrnu velkomna.

Árlegt Norðurálsmót í knattspyrnu fer fram um helgina á Akranesi og við á Smiðjuloftinu ætlum að leggja okkar af mörkum til að gera helgina sem skemmtilegasta fyrir þátttakendur. Á síðasta ári komust færri að en vildu og þess vegna bjóðum við upp á sérstaka opnun þar sem liðin geta bókað tíma í salinn okkar á meðan á móti stendur. Þetta er kjörið tækifæri fyrir liðin til að slaka á og hafa gaman á milli leikja.

Allar tímapantanir fara fram í gegnum síma 623-9293 eða gegnum netfangið smidjuloftid@smidjuloftid.is.

Opnunartímar 20-22. júní

Fimmtudagur: 15-18

Föstudagur: 13-18

Laugardagur: 10-17

Verð: 1000kr per barn.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Smiðjuloftið