Opnunartímar á vorönn 2019

Fréttir

Opnunartímar á vorönn 2019

Þá er allt að fara á fullt aftur hjá okkur á Smiðjuloftinu. 7. janúar byrja æfingar í klifri og almenn opnun aftur eftir jólafrí. Skráning gengur mjög vel og gaman að segja frá því að 18+ æfingahópurinn fer stækkandi svo endilega hafið samband ef þið viljið prófa þessa frábæru líkamsrækt. Sunnudaginn 13. janúar byrja svo fjölskyldutímarnir aftur á sunnudögum kl. 11-14. Við verðum að sjálfsögðu með almenna opnun fyrir þau ykkar sem viljið kíkja við og spreyta ykkur í klifrinu, hægt er að leigja skó á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur, kveðja V+D.

Almennir opnunartímar á vorönn líta svona út:

Mánudagur, miðvikudagur og fimmtudagur –
Opið frá 18-21.

Laugardagur –
Opið frá 12-16

Sunnudagur
Opið frá 11-16

Smiðjuloftið