Fjölskyldutímar 9. og 10. júní.

Fréttir

Fjölskyldutímar 9. og 10. júní.

Akranes iðar af lífi helgina 8.-10. júní og við erum stolt af að geta boðið upp á spennandi afþreyingu fyrir heimafólk og gesti bæjarins.

Við ætlum að bjóða upp á Fjölskyldutíma á Smiðjuloftinu bæði laugardag og sunnudag frá kl. 11-14. Klifur, leiktæki, spil, litir og blöð, bækur, opinn hljóðnemi fyrir söngglaða og kaffi á könnunni.

Þátttökugjald: 800 krónur (Foreldrar sem ekki ætla að klifra borga ekki inn). Leiga á skóm: 200 krónur. Kaffi: 200 krónur.
Börn yngri en 14 ára séu í fylgd með fullorðnum.

Smiðjuloftið er á Smiðjuvöllum 17, rétt þegar komið er inn í bæinn, í grænni byggingu nálægt Bónus.

Athugið að kl. 14 hefst venjuleg opnun á klifurveggina til kl. 17. Þá kostar stakur tími 1200 kr. og skór. 300 kr.

Smiðjuloftið