Fjör í febrúar

Fréttir

Fjör í febrúar

Nú eru Fjölskyldutímarnir komnir á fullt hjá okkur aftur alla sunnudaga kl. 11-14. Sunnudaginn 14. febrúar verður svokölluð “Upphitun fyrir Öskudaginn” þar sem ýmislegt er í boði eins og söngstundir, opinn hljóðnemi, klifur í öryggislínu og auðvitað allt þetta venjulega: rólur, trampólín, spil, litir, dúkkukrókur, bækur ofl. Athugið að vegna fjöldatakmarkana er nú hægt að bóka pláss gegnum þetta skjal https://docs.google.com/spreadsheets/d/1kwHqcJbo0ETYAVdxlhBT7rultsEXUUetAhA7NQ39mSY/edit?usp=sharing

Sunnudaginn 14. febrúar verður líka opið í klifur frá 14-16. Nauðsynlegt að skrá sig (sjá skjal hér að ofan).

Tónlistarnámskeið 3-5 ára

Fyrsti hópurinn á tónlistarnámskeiðinu fyrir 3-5 ára er að klára og nýtt námskeið hefst sunnudaginn 14. febrúar. Sjá nánar hér:
https://www.facebook.com/events/252154396275825?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22search_results%22%2C%22surface%22%3A%22search%22%7D]%7D

Úkúlele fyrir fullorðna

Þá hefur fyrsti Úkúlele hópurinn lokið sínu námskeiði og var það mjög vel heppnað eins og sjá má í þessari klippu: https://www.facebook.com/1588160854635502/videos/455089635622068

Næsta Úkúlele námskeið fer að stað þegar kominn er nógu stór hópur, svo áhugasamir mega gjarnan hafa samband við Valgerði gegnum smidjuloftid@gmail.com eða á facebook síðunni okkar.

Smiðjuloftið