Upphitun fyrir Öskudag

Fréttir

Upphitun fyrir Öskudag

Nú styttist í sjálfan Öskudaginn sem allir elska.
Í Fjölskyldutíma Smiðjuloftsins verðum við með upphitun fyrir stóra daginn milli kl. 11.00 og 14.00

Söngstund með Valgerði kl. 12.00 á loftinu.
Opinn hljóðnemi fyrir þau sem vilja æfa lögin fyrir Öskudaginn.
Í boði að prófa klifur í öryggislínu á háa veggnum.
Allir hvattir til að mæta í grímubúning.

Auk þess allt þetta venjulega: Klifur, trampólín, rólur, leiktæki, litir, púsl, dót fyrir þau yngstu.
Það kostar 1000 krónur inn (fullorðnir borga ekki inn nema þau ætli að nýta klifurvegginn).

Börn í fylgd með fullorðnum.

Smiðjuloftið