Áramótaklifur á Smiðjuloftinu og framundan

Fréttir

Áramótaklifur á Smiðjuloftinu og framundan

Smiðjuloftið hefur verið í jólagírnum síðustu daga og opnunartímar óreglulegir, enda í nógu að snúast við undirbúning fyrir 2020.

Í dag, sunnudag, verður opið fyrir klifur frá 12.00-16.00. Athugið að það er ekki fjölskyldutími heldur opið fyrir klifur.

Framundan hjá okkur er Gamlársdagsklifur þar sem við hittumst og kveðjum 2019 með hressilegu klifri. Á Gamlársdag verður opið frá 11.30-13.30.

Æfingar hjá Klifurfélagi ÍA hefjast aftur þriðjudaginn 7. janúar. Við erum að vinna æfingatöfluna og opnum fyrir skráningu innan tíðar, fylgist með.

Á efri hæðinni verður nóg um að vera og hefst fyrsta tónlistarnámskeiðið fyrir 3-5 ára hefst 5. janúar. Skráning er hafin og flýtið ykkur nú að skrá ykkar tónlistaráhugamann hjá smidjuloftid@smidjuloftid.is.

Smiðjuloftið