Smiðjuloftið fyrir alla fjölskylduna

Fréttir

Smiðjuloftið fyrir alla fjölskylduna

Taktu fjölskylduna með á Smiðjuloftið á sunnudaginn.
Milli 11 og 14 er tíminn hjá okkur tileinkaður fjölskyldum með börn yngri en 14 ára. Við tökum fram rólu, trampólín og fleira dót og auðvitað getið þið skorað hvert á annað í klifurleiðunum.
Á efri hæðinni getið þið prófað að syngja lag í hljóðnema. Tilvalið fyrir litla sem stóra söngfugla að láta ljós sitt skína. Litir, blöð, spil og bækur og hægt að kaupa sér kaffi á 200 kr.
Verð milli 11 og 14: 800 krónur á mann
Leiga á skóm: 200 krónur.
Athugið að þegar fjölskyldutímanum lýkur k. 14 tekur við venjuleg opnun og þá gildir venjulegt verð: Stakur tími: 1200 kr. Leiga á skóm: 300 kr.
Hlökkum til að sjá ykkur

gisli