Fjör í vetrarfríinu

Fréttir

Fjör í vetrarfríinu

Í vetrarfríinu ætlum við að bjóða gestum okkar að prófa að klifra í öryggislínu á háa klifurveggnum okkar. Við vitum að margir eru spenntir fyrir þessu og hvetjum fólk á öllum aldri til að koma og spreyta sig.

Línuklifrið fer fram í Fjölskyldutíma Smiðjuloftsins sem verður lengri en vanalega þennan sunnudag frá 11-15.

Allt verður á sínum stað hjá okkur, rólur, kaðlar, spil, bækur, fótboltaspil og pool, auk frjáls klifurs í hellinum, en stóri veggurinn verður allur tekinn undir línuklifrið.
Léttar veitingar til sölu á efri hæðinni.
Opinn hljóðnemi fyrir söngglaða og við skellum í söngstund þegar stemmning er fyrir því.

Aðgangseyrir 1000 krónur með klifurskóm. Fullorðnir borga ekki inn nema þeir ætli að nýta klifurvegginn. Börn í fylgd með fullorðnum

Smiðjuloftið