Tón- og leiklistarnámskeið…og líka Tónlist fyrir 3-5 ára

Fréttir

Tón- og leiklistarnámskeið…og líka Tónlist fyrir 3-5 ára

Á haustönn verður boðið upp á nýtt og spennandi námskeið sem kallast “Tón- og leiklistarblanda” og er ætlað krökkum í 4. -7. bekk. Nánari upplýsingar er að finna hér neðar í þessum pósti. Þá verður hið sívinsæla tónlistarnámskeið fyrir 3-5 ára börn með foreldrum að sjálfsögðu á sínum stað, en það hefst sunnudaginn 1. september. Nánari upplýsingar um námskeiðin hér fyrir neðan.

Tón- og leiklistarblanda – upplýsingar

Spennandi námskeið fyrir alla krakka í 4.-7. bekk  (f.2007-2010) sem hafa mikinn áhuga á að leika, syngja og skapa í notalegu, hvetjandi umhverfi.
Á námskeiðinu verður farið í tón- og leiklistartengda leiki og æfingar, við búum til persónur og litla leikþætti. Við syngjum og vinnum með takt og tóna.
Áhersla verður lögð á að þjálfa samvinnu, traust og virðingu fyrir vinnu sinni og annara í hópnum.

Námskeiðið er ekki afurðarmiðað, þ.e. við stefnum ekki að sérstakri sýningu í lokin, heldur dveljum í núinu og leyfum okkur að þróa hugmyndir og skemmta okkur. Allir tímar enda á opnum hljóðnema þar sem nemendur fá að spreyta sig á sviðinu með söng, frásögn, upplestri, uppistandi ofl. (Miðað er við að allir komist 2-3 sinnum í hljóðnemann, eftir áhuga-engin skylda).

Námskeiðið er alls 8 klukkustundir. Kennt verður eftirfarandi daga:
Laugardagur 31. ágúst kl. 12-14.
Þriðjudagur 3. september kl. 16.30-18.30.
Laugardagur 7. september kl. 12-14
Þriðjudagur 10. september kl. 16.30-18.30.
– Allir fá tvo frítíma í Fjölskyldutíma Smiðjuloftsins.
– Skyldumæting er í alla tímana.
– Lítill hópur-mest 12 nemendur á hverju námskeiði .
– Boðið er upp á holla hressingu.

Kennari er Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona. Hún hefur tæplega 20 ára reynslu í skapandi vinnu með börnum.
Verð: 18.500 kr. (Staðfestingargjald er 8 þúsund kr.-rest greiðist fyrir upphaf námskeiðs). Skráning á smidjuloftid@smidjuloftid.is, á facebook eða í síma:623-9293.

Tónlistarnámskeið fyrir börn fædd 2014, 2015 og 2016  ásamt foreldrum.

45 mínútna tímar þar sem áhersla er lögð á skemmtilega samveru gegnum söng, hljóðfæraleik og hreyfingu.

* Í boði að syngja í hljóðnema í hverjum tíma
* Ýmsir skemmtilegir tónlistartengdir leikir
* Hljóðfæraleikur á trommur, tréspil ofl. hljóðfæri sem henta 3-5 ára
* Prófum t.d. gítar, píanó ofl. hljóðfæri.

Kennt er á sunnudögum kl. 10-10.45 á efri hæð Smiðjuloftsins. Sex skipti frá 1. september- 13. október. (Enginn tími 29. sept.)
Þátttakendur fá frítt í Fjölskyldutíma Smiðjuloftsins sem hefjast strax eftir stundina meðan á námskeiðinu stendur.

Verð: 15.000 krónur (5 þús. greiðast við skráningu).
20 % systkina afsláttur fyrir systkin nr. 2/3. (Gildir einnig fyrir námskeiðið Tón- og leiklistarblanda fyrir 4. -7. bekk).

Kennari er Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona.
Skráning og upplýsingar hér á Facebook, smidjuloftid@smidjuloftid.is eða í síma: 623-9293

Smiðjuloftið