Örnámskeið í klifri fyrir krakka

Fréttir

Örnámskeið í klifri fyrir krakka

Dagana 12 .og 13. ágúst verður boðið upp á örnámskeið í klifri fyrir börn fædd 2007-2012. Um er að ræða kynningarnámskeið fyrir börn sem langar að æfa klifur og hérna gefst þeim kostur á að prófa án þess að skuldbinda sig of lengi. Námskeiðið er 2x75mínútur og aldursskipt, og mæta hóparnir báða dagana á þessum tímum.
• Börn fædd 2010-2012: 14.00-15.15
• Börn fædd 2007-2009: 15.30-16.45
Skráning fer fram í síma 623-9293 eða gegnum tölvupóst, smidjuloftid@smidjuloftid.is

Smiðjuloftið