Haustklifur á Smiðjuloftinu.

Fréttir

Haustklifur á Smiðjuloftinu.

Skráning í klifur á Smiðjuloftinu er hafin og nú þegar er tekið að fyllast í hópa hjá Klifurfélagi ÍA. Við bendum áhugasömum á að skráning fer fram gegnum iðkendavef ÍA.

Fullorðinsklifur Smiðjuloftsins hefst aftur 26. ágúst og boðið verður upp á tvær æfingar í viku, mánudag og miðvikudag. Skráning fer fram hjá smiðjuloftid@smidjuloftid.is. Vinsamlegast takið fram hvort þið ætlið að æfa báða dagana eða annan daginn, og þá hvorn.

Kátt í klifri verður með breyttu sniði í ár en á haustönn verða tvö sex vikna námskeið í stað 12 vikna. Í ár ætlum við að bjóða 3-4 ára krökkum að klifra með okkur. Krakkarnir læra þar að umgangast klifursalinn og klifrið gegnum leiki og skemmtun í litlum hópum. Athugið að einungis 10 börn eru í hverjum hópi. Skráning á ia.felog.is.

Smiðjuloftið