Páskapartý-línuklifur og vorsöngstund

Fréttir

Páskapartý-línuklifur og vorsöngstund

Fjölskyldutíminn verður með sérstöku páskastuði þennan sunnudaginn. Starfsfólk Smiðjuloftsins ætlar að bjóða upp á klifur í öryggislínu á háa klifurveggnum (8 metrar) en margir hafa sýnt áhuga á að prófa svoleiðis.
Kl. 12 verður svo söngstund á efri hæðinni þar sem við syngjum skemmtileg lög tengd sólinni og vorinu. Opinn hljóðnemi eftir söngstundina.
Leiktækin okkar að sjálfsögðu til staðar og hægt að klifra frjálst í hellinum.

Aðgangur: 800 kr. Leiga á skóm: 200 kr.

Börn undir 14 ára aldri séu í fylgd með fullorðnum. Eldri börn þurfa skriflegt leyfi foreldra til að koma á Smiðjuloftið.

Smiðjuloftið